Benecta styrkir Breiðablik til þriggja ára

Benecta styrkir Breiðablik til þriggja ára

Benecta og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa skrifað undir styrktarsamning til næstu þriggja ára. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa tekið Benecta um tveggja ára skeið með frábærum árangri og með styrktarsamningnum bætast leikmenn meistaraflokks kvenna við í sístækkandi hóp afreksíþróttafólks sem nýtir Benecta til að hámarka árangur við æfingar og keppni. Fæðubótarefnið Benecta byggir á íslenskri þekkingu og hugviti og er afrakstur meira en tveggja áratuga rannsóknar- og þróunarstarfs.
„Leikmenn Breiðabliks hafa notað Benecta í rúm tvö ár. Þeir hafa æft og spilað undir miklu álagi án þess að mikil meiðsli hafi komið upp og endurheimt hefur verið góð. Ég er ekki í vafa um að Benecta á sinn þátt í því hversu vel leikmenn ráða við mikið álag í langan tíma án teljandi meiðsla“
- Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks