Sérþróað fæðubótarefni fyrir hunda á besta aldri
Samkvæmt könnun óska 84% þýskra dýralækna eftir sérstöku fæðubótarefni handa eldri hundum*
Meðal þeirra áhrifa sem ánægðir hundaeigendur hafa vitnað um eftir nokkurra vikna notkun Second Half Plus eru:
• Aukin hreyfigeta
• Meiri liðleiki
• Bætt úthald og meiri orka
• Minna hárlos og þéttari feldur
• Minni andremma
• Bætt almenn lífsgæði
* Könnun gerð í Leipzig árið 2020 á ráðstefnu dýralækna
-
Ráðlögð notkun
Second Half Plus er náttúrulegt fæðubótarefni sem inniheldur meðal annars einkaleyfisvarðar
kítófásykrur sem geta stutt við náttúrulega viðgerðarferla hunda.
Fæðubótarefnið hentar breiðum hópi hunda, ekki síst þar sem álag á stoðkerfi er mikið líkt og hjá
veiði- og vinnuhundum sem og hundum sem eru að vaxa hratt. Þá getur það gagnast vel hundum sem hafa þurft að undirgangast aðgerðir.Sérstaklega er þó mælt með notkun á Second Half Plus fyrir eldri hunda til að styðja við aukið úthald, orku og hreyfanleika á efri árum og stuðla að heilbrigðu og verkjalasu stoðkerfi.
-
Kaupa Second half
• Kítófásykrur (virka efnið í Benecta), lífrænn brennisteinn og hýaluronsýra fyrir liðina
• Þörungar fyrir tann- og munnheilsu
• Hagþyrnir fyrir hjartað
• Ginkgoþykkni fyrir betra minni og aukna einbeitingu.
-
Second Half Plus fyrir eldri hunda
Íslenska formúlan vinnur gegn helstu einkennum öldrunar í hundum með því að sameina áhrif nýstárlegra kítófásykra og þekktra fæðubótarefna.
Heilbrigðari liðir fást með tilstuðlan kítófásykra, lífrænna brennisteinssambanda (MSM) og hýalúrónsýru.Úr þörungum fást snefilefni og stuðningur við tann- og munnheilsu. Hjartastarfsemi styrkt með blómum hagþyrnis. Þá geymir fæðubótarefnið einnig ginkgoseyði sem talið er gagnlegt fyrir minni og einbeitingu.
Skapaðu hundinum þínum betra ævikvöld, hann á það skilið!
-
Kítófásykrur
Kítófásykrur eru unnar úr kítíni og eru afrakstur meira en 20 ára rannsóknar- og þróunarstarfs líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði. Kítínið er framleitt samkvæmt GMP stöðlum úr rækjuskel úr Norður Atlantshafi sem veidd er á sjálfbæran hátt.
Kítófásykrurnar eru frábrugðnar öðru kítósan aðallega vegna minni sameinda og frásogast því vel og nýtast líkamanum þar sem þeirra er þörf. Það hefur jákvæð áhrif á efnaskipti í brjóski og þegar til lengri tíma er litið getur það dregið úr liðbólgum og aukið hreyfanleika.
Kítófásykrurnar í Second Half Plus og hafa hingað til eingöngu verið fáanlegar í fæðubótarefninu Benecta sem um árabil hefur verið eitt vinsælasta fæðurbótarefnið á
Íslandi fyrir fólk sem lifir virkum og heilsusamlegum lífsstíl. -
Lífræn brennisteinssambönd, MSM (metýlsúlfónýlmetan)
Brennisteinn losnar í miklu magni við eldgos og svokölluð bennisteinsblóm myndast. Lífverur geta hinsvegar aðeins tekið upp lífræn brennisteinssambönd. MSM sem einnig er kallað er dímetýlsúlfón er talið gagnlegt fyrir liði, stoðkerfi og húð. Brennisteinn finnst í amínósýrum eins og meþíónín og systein, er virkur hluti sumra co-ensíma og myndar dísúlfíðbrýr í próteinum. Brennisteinn er þannig nauðsynlegt efni sem stuðlar að auknum stöðugleika próteina og bandvefs sem og eðlilegum efnaskiptum.
-
Hýalúronsýra
Hýalúrónsýra er eitt af meginefnum lið- og augnvökva og gegnir mikilvægu hlutverki m.a. til að viðhalda eðlilegri seigju og tryggja hreyfanleika liða ásamt því að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu brjósks og viðhalda eðlilegri húð.
Með aldrinum minnkar hæfni líkamans til að framleiða hyaluronsýru með tilheyrandi stirðleika í liðum -
Klóþang (Ascophyllum nodosum)
Klóþang er helsti brúnþörungurinn í Norður-Atlantshafi. Rannsóknir hafa sýnt að þessi þörungur getur fyrirbyggt tannskemmdir í hundum og komið í veg fyrir andremmu, sem eru algeng vandamál í eldri hundum.
-
Seyði úr hagþyrni og musteristré
Hjartavandamál eru töluvert algeng hjá eldri hundum. Einnig getur minnið farið að gefa sig og þeir orðnir gleymnir og hættir að rata í sínu nánasta umhverfi.
Við gerð formúlunnar í Second Half Plus lá beint við að leggja áherslu á hjarta og minni með seyði úr hagþyrni (Crataegus) og musteristré (Ginkgo Bilboa)