Benecta– Algengar spurningar
Af hverju Benecta?
Þúsundir taka Benecta á degi hverjum af margvíslegum ástæðum. Þau vilja meðal annars: Byggja upp vefi, auka liðleika, auka hreyfigetu, auka úthald og orku, stuðla að heilbrigðu og verkjalausu stoðkerfi, flýta endurheimt eftir líkams- og
heilsurækt, bæta almenn lífsgæði.
Hvernig er Benecta frábrugðið öðrum fæðubótarefnum?
Uppistaðan í öllum Benecta vörunum eru einkaleyfisvarðar kítófásykrur sem geta stutt við náttúrulega viðgerðarferla líkamans.
Mega allir taka Benecta?
Benecta er ekki ætlað fólki yngra en 18 ára, ófrískum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi.
Hver er munurinn á Benecta og Benecta Osis?
Benecta Osis vörurnar henta innihalda meira af steinefnum og vítamínum en að öðru leyti er virknin sú sama.
Hvenær á að taka Benecta?
Benecta má taka hvenær sem er dags en ef nota á Benecta til að auka árangur á æfingum er mælt með að taka ráðlagðan dagskammt 30-60 mínútum fyrir æfingu
Hverjir kaupa Benecta freyðitöflur?
Freyðitöflurnar leysast hratt upp og eru með sítrusbragði. Þær henta vel þeim sem taka Benecta til að auka árangur á æfingum. Eins hentar þær vel þeim sem eiga erfitt með að kyngja og vilja auka inntöku á steinefnum.
Er Benecta framleitt á Íslandi?
Benecta byggir á íslensku hugviti og er afrakstur tæplega tveggja áratuga rannsóknar- og þróunarvinnu. Kítófásykrurnar og Benecta hylkin eru framleidd í verkmiðju Genís hf. á Siglufirði en freyðitöflurnar eru framleiddar í Þýskalandi.
Hefur Benecta áhrif á lyfjapróf?
Benecta er á Cologne listanum og hefur því staðist óháðar gæðaprófanir sem staðfesta að engin ólögleg árangursbætandi efni hafi fundist í vörunni.
Hvaðer átt við með „Benecta áhrifunum“
Fjölmargir hafa vitnað um „Benecta-áhrifin“, orðasamband sem neytendur hafa gjarnan notað til að lýsa þeim fjölbreytta ávinningi sem notkun Benecta getur haft í för með sér. Fjallgöngufólk, skíðaiðkendur, golfarar, veiðimenn, iðnaðarmenn, garðyrkjufólk, knattspyrnuiðkendur og þau sem njóta þess að ganga og hreyfa sig til heilsubótar eru allt dæmi um fólk sem hefur fundið mikinn mun á líðan fyrir og eftir notkun á Benecta.