Skilmálar
1. SKILMÁLAR
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.benecta.is. Eigandi Benecta.is er Genís hf., kt. 610205-0890, Aðalgötu 34, 580 Siglufirði. Til einföldunar verður hér eftir talað um Benecta. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Benecta annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskiptinu á netinu.
2. SKILGREININGAR
Seljandi er Genís hf., kt. 610205-0890. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera a.m.k. 18 ára.
3. SKILARÉTTUR
Benecta skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt.
Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Ef 30 dagar eru liðnir frá kaupum á vöru getum við ekki boðið upp á endurgreiðslu eða vöruskipti.
Aðeins er tekið við vörum í óopnuðum umbúðum og í sama ásigkomulagi og þær voru við afhendingu.
Ef til endurgreiðslu kemur innan 30 daga frá kaupum, mun Benecta endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu - þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkort.
Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð greiðir Benecta fyrir endursendingu.
4. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með 11% virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Benecta áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.
Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum upp á að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Benecta endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.
5. PERSÓNUVERND
Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.
6. SENDINGARKOSTNAÐUR
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram. Ítarlegri upplýsingar um áætlaðan sendingartíma og kostnað eru veittar í pöntunarferlinu.
Frír sendingarkostnaður er innanlands ef pantað er fyrir 8.900 krónur eða meira.
7. AFHENDINGATÍMI
Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Athugið að afhendingartímar geta verið mismunandi eftir staðsetningu og geta sendingar utan höfuðborgarsvæðisins tekið lengri tíma.
Allar pantanir eru að fullu rekjanlegar hjá sendingaraðilum okkar. Afhendingartímar eru eingöngu gefnir til viðmiðunar og taka ekki tillit til hugsanlegra tafa af völdum hátíðisdaga, greiðsluheimildar og/eða lagerstöðu.
8. ÖRYGGI
Það er 100% öruggt að versla hjá www.benecta.is. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd.
9. GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Í netverslun Benecta er boðið upp á að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum. Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt hjá Rapyd.
10. Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
11. FYRIRTÆKJAUPPLÝSINGAR
Genís hf
Aðalgata 34
580 Siglufjörður
Sími: 511-2880
Netfang: info@benecta.is
VSK no: 86640