Mánudaginn 14. ágúst hleypur Hlaupahópurinn HHHC af stað frá Akureyri og föstudaginn 18. ágúst verður hópurinn kominn til Reykjavíkur. Þetta samsvarar 5 maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. Sjötta maraþon hópsins verður svo hið eina sanna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þann 19. ágúst.
Kraftur - félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur nýtur alls ágóða af hlaupinu.